ÞJÓNUSTAN SEM VIÐ BJÓÐUM UPP Á
FÆRSLA BÓKHALDS
Við færum bókhaldið frá A-Ö.
Gerum vsk skýrslur og skilum inn til RSK. Stemmum lánardrottna og viðskiptarmenn. Gefum út reikninga og sendum frá okkur.
Bókhaldskerfið sem við notum aðallega er DK, en við vinnum líka með Reglu, Payday, Uniconta og Navision.
Ef þú ert með séróskir um bókhaldskerfi þá er sjálfsagt að skoða það.
RAFRÆNT BÓKHALD
Þú sendir okkur reikningana rafrænt og við sjáum um rest!
Hægt er að hafa bókhaldið að hluta rafrænt. Allt sérsniðið að þínum þörfum.
Svona getum við séð um bókhaldið þitt hvar sem þú ert á landinu, eða heiminum.
Einfalt - Öruggt - Umhverfisvænt!
FRAMTAL / ÁRSREIKNINGUR
Afstemmum bókhaldið og gerum ársreikning og skattframtalið frá A-Ö og skilum inn til RSK. Hvort sem þú ert með bókhaldið hjá okkur eða einhverjum öðrum.
Tökum einnig að okkur að gera framtöl fyrir einstaklinga og fjölskyldur gegn föstu gjaldi.
SAMSKIPTI VIÐ RSK - KÆRUR
Fyllum út og skilum inn eyðublöðum og umsóknum til RSK og fylgjum eftir.
Óskum eftir skilalyklum og fleiru.
Stofnum félög og skráum það á VSK- og launagreiðendaskrá, þegar það á við.
Eina sem þú þarft að gera er að velja nafn á fyrirtækið þitt!
Við önnumst einnig kærur og fylgjum þeim eftir.
LAUNAVINNSLUR
Skilum inn launamiðum og skilagreinum til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og annarra aðila.
Skilum einnig inn núll skýrslum og gefum út launaseðla.